Caterpillar-tónleikar Katrínar GK
Í síðasta pistli skrifaði ég um Huldu Björnsdóttir GK en togarinn kom til Grindavíkur í síðustu viku. Ég fór ásamt konu minni og kíkti á togarann. Glæsilegt skip en hvað verður um togarann? Því núna er búið að skipta Þorbirni hf. upp í þrjá hluta og hver hlutur tekur sitt skip; Sturlu GK, Tómas Þorvaldsson GK og Hrafn Sveinbjarnarsson GK.
Fyrst ég er að tala um togaranna þá er best að líta á þá. Hrafn Sveinbjarnarsson GK kom með 849 tonn til Grindavíkur og var aflinn mjög blandaður, mest af ufsa, 307 tonn og þorski, 289 tonn.
Jóhanna Gísladóttir GK er komin með 279 tonn í þremur túrum, landað í Hafnarfirði og á Djúpavogi. Sturla GK með 262 tonn í fimm túrum, landað í Grindavík og Hornafirði. Áskell ÞH með 165 tonn í tveimur og Vörður ÞH með 149 tonn í tveimur, báðir að landa í Hafnarfirði.
Sóley Sigurjóns GK er hætt á rækjuveiðum og komin á togveiðar. Er kominn með 274 tonn í þremur túrum, mest 142 tonn, landar á Siglufirði. Pálína Þórunn GK með 107 tonn í þremur, landað á Siglufirði og Hafnarfirði.
Annars er október búinn að vera nokkuð góður og meira að segja færabátarnir hafa náð að fara nokkuð oft út enda veður með eindæmum gott núna. Þeir færabátar sem hafa verið í Röstinni að veiðum hafa verið að kroppa þetta frá 300 til 1,3 tonn í róðri en þeir bátar sem hafa farið utar hafa hitt ansi vel á ufsann og hafa tveir bátar verið þar. Séra Árni GK sem er kominn með 8.6 tonn í fjórum róðrum, mest 3,8 tonn og Dóra Sæm HF sem er kominn með 9.9 tonn í fimm róðrum, mest 4 tonn í einni löndun. Hjá þessum bátum þá er ufsi hjá Dóru Sæm HF 7.8 tonn, og hjá Séra Árna GK er ufsi 8 tonn.
Aðrir færabátar eru t.d Guðrún GK sem er með 4 tonn í sjö róðrum. Dímon GK með 2 tonn í fimm róðrum og Snorri GK með 2 tonn í fimm.
Stakkavík ehf er komið með svo til allan bátaflota sinn til Skagastrandar, nema Guðbjörgu GK sem er nýjasti báturinn þeirra en stutt er í að báturinn fari til veiða. Síðast fór Katrín GK til Skagastrandar en báturinn hafði legið í Sandgerðishöfn síðan í apríl. Í raun þá er Katrín GK einungis búin að landa í eitt skipt allt þetta ár, það var í apríl. Reyndar er báturinn skráður í eigu Blakknes ehf en það fyrirtæki á líka bátinn Huldu GK sem áður hét Dúddi Gísla GK. Katrín GK er nokkuð hávær bátur og á góðviðrisdegi þá heyrist um alla Sandgerði þegar að báturinn kemur til hafnar, enda ansi flott vélarhljóðið í bátnum. Fyrir nokkrum árum síðan bjó ég til myndband af Katrínu GK koma til hafnar í Sandgerði og heldur betur sem að vélarhljóðið fékk að njóta sín þar.
Þið getið fundið þetta myndband ef þið farið inn á Youtube-rásina mína, sem heitir Gisli R Iceland. Myndbandið heitir Katrin GK í okt.2020 í Sandgerði.
Í Katrínu er Caterpillar vél frá árinu 1988, 218 hestöfl og það heyrist ansi vel í henni, þeir á Skagaströnd fá að njóta hljóðsins í bátnum þegar hann kemur þar inn.