Mánudagur 8. janúar 2024 kl. 12:49
Nöfn þeirra sem létust á Grindavíkurvegi
Hjónin sem létust í bílslysi á Grindavíkurvegi á föstudag hétu Margrét Á. Hrafnsdóttir, fædd 1960, og Frímann Grímsson, fæddur 1958. Þau voru búsett í Sandgerði. Þau láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn.
Frá þessu er greint á vef RÚV.