Fréttir

Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss
Lögreglan hefur lokað Reykjanesbautinni milli Rósaselstorgs (sjá mynd) og Aðalgötu í Keflavík. Mynd af vef Vegagerðarinnar.
Mánudagur 17. október 2016 kl. 12:40

Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss

Reykjanesbraut er lokuð ofan Keflavíkur vegna umferðarslyss. Brautinni hefur verið lokað milli Aðalgötu og Rósaselstorgs. Umferð til og frá flugstöðinni þarf því að fara um Hringbraut í Gróf.

Ekki er nánari upplýsingar að hafa um umferðarslysið en fjölmennt björgunarlið frá lögreglu, sjúkra- og slökkviliði hefur verið sent á vettvang.