Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjónvarp: Járnplata olli rafmagnsleysi í um tvo tíma
Járnplatan í háspennulínunni á Fitjum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 6. febrúar 2015 kl. 15:59

Sjónvarp: Járnplata olli rafmagnsleysi í um tvo tíma

Járnplata af byggingasvæði fauk í háspennulínu á Fitjum í dag. (Sjá myndskeið hér að neðan) Í kjölfarið sló út rafmagni á öllum Suðurnesjum og varði rafmagnsleysið í næstum tvær klukkustundir.

HS Veitur mættu á svæðið með öflugan körfubíl og voru tveir menn sendir upp til að fjarlægja plötuna úr af línunni. Þó nokkurn undirbúning þurfti fyrir verkið, m.a. við jarðtengingar og þess háttar. Platan var svo slegin af vírnum og hafnaði þá niðri í miðjum staur. Eftir að hún hafði verið fjarlægð var aftur hægt að hleypa straum á línuna.

Keflavíkurflugvelli var lokað um stundarsakir kl 14. vegna rafmagnsleysis en hefur verið opnaður aftur fyrir umferð. Erfiðlega gekk að koma varafali á lendingarljós og leiðsögubúnað á flugvellinum en engin truflun er á starfsemi í flugstöðinni.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024