Samkaup
Samkaup

Fréttir

Skipu­lags­stofn­un fellst á stækk­un Keflavíkurflugvallar
Fimmtudagur 4. júlí 2019 kl. 14:10

Skipu­lags­stofn­un fellst á stækk­un Keflavíkurflugvallar

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar. Fallist er á tillögu Isavia að matsáætlun með athugasemdum.

Um er að ræða framkvæmdir sem miða að því að hámarka afköst núverandi flugbrauta. Felast framkvæmdirnar annars vegar í breytingum á flugbrautakerfinu, svo sem gerð flýtireina, flughlaða, flugvélahliða og akbrauta. Hins vegar er um að ræða uppbyggingu við flugbrautir til að styðja við og anna hámarksafköstum þeirra, svo sem stækkun flugstöðvarbyggingar, gerð afísingarsvæðis, stækkun eldsneytiskerfis og fjölgun og tilfærsla bílastæða.

Sjá nánar hér.