Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Snúinn Eiffelturn á Parísartorgi afhjúpaður á morgun
Snúni turninn var settur upp nú í morgun
Fimmtudagur 5. september 2013 kl. 11:45

Snúinn Eiffelturn á Parísartorgi afhjúpaður á morgun

Undirbúningur Ljósanætur hefur farið fram á ýmsum stöðum og mörg skemmtileg verkefni eru að líta dagsins ljós. Eitt af verkefnunum verður afhjúpun listaverks á þriðja torginu á Þjóðbrautinni sem liggur frá Hafnargötu að Reykjanesbraut, sjálfu Parísartorginu. Á Þjóðbrautinni eru fyrir Reykjavíkurtorg sem skartar Þórshamrinum eftir Ásmund Sveinsson og Lundúnatorg með rauðum símaklefa sem einkennir þá borg. Parísartorgið er staðsett við Reykjaneshöllina og verður opnað kl. 16:00 á föstudag.

Þar sem torgið ber heitið Parísartorg kom að sjálfsögðu fátt annað til greina en að setja þar Eiffelturn. Það er listamaðurinn Stefán Geir Karlsson sem á heiðurinn af verkinu, sem ber heitið Snúinn Eiffelturn. Turninn var smíðaður í Kína og fluttur hingað til lands með skipi svo að við megum láta okkur dreyma um framandi slóðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024