Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Straumur fólks að gosstöðvunum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 6. júlí 2023 kl. 13:55

Straumur fólks að gosstöðvunum

Það var nokkuð stríður straumur ferðamanna að gosstöðvunum í dag en þannig hefur það reyndar verið síðan síðasta gosi lauk, n.t.t. í ágúst í fyrra. Nú þegar ferðamannatímabilið er í botni er að sjálfsögðu meiri straumur og ekki skemma  jarðhræringarnar að undanförnu fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Urs og Beatrice Haeberli eru svisslenskir ferðamenn sem hafa verið á Íslandi síðan í byrjun júní. Þau hafa verið sólarmegin nánast allan tímann, byrjuðu fyrir austan og sleiktu sólina þar og hver veit nema sólin hafi elt þau suður. „Já, við bæði fréttum af jarðskjálftunum og fundum fyrir þeim í Reykjavík. Svo fengum við sms í gær þar sem við erum vöruð við að labba nálægt fjöllum vegna hættu á grjóthruni. Við höfum engar áhyggjur af eldgosi, það mun alltaf eiga sér einhvern aðdraganda svo við erum ekki hrædd við það. Það var gaman að labba að hrauninu sem myndaðist eftir síðustu tvö eldgos, við vildum að við hefðum getað verið á Íslandi þá en við komum hérna síðast fyrir fjórtán árum. Við áttum hunda sem við gátum ekki ferðast með og þegar síðasti hundurinn dó í nóvember vorum við fljót að panta ferð til Íslands, við elskum landið ykkar,“ sögðu hjónin.

Svona er sms-ið sem þeir sem ferðast um gosstöðvarnar fá: 

Police: Reykjanes peninsuala - earthquakes! Increased seismic activity in the area. Stay away from slopes and cliffs due to danger of rockfall and landslides. A volcanic eruption might start with short notice.

Skjálftavirknin er áfram minni en hún var í gær og einhverjar vísbendingar eru um að kvikan færist nær yfirborðinu. Það bendir til að gos muni hefjast á einhverjum tímapuntki. Aðalskjálftavirknin hefur verið hjá Fagradalsfjalli og Keili, við Litla-Hrút. Það sást í reyk þar hjá en ekki talið að gos væri að byrja, reykurinn stafaði af veðrinu og var líklega dalalæða.