Stuttur stjórnmálaferill Jasminu
„Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ segir Jasmina Vajzovic Crnac sem fyrir helgina tilkynnti að hún myndi gefa kost á sér í forystusætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
„Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun. Óska Viðreisn og fólki í framboði vel gengis. Ég mun fylgjast með stjórnmálum á hliðarlínunni héðan í frá. Ætla að einbeita mér að vinna í því sem mínir kraftar nýtast best og það eru samfélagsverkefni.
Takk fyrir stuðning, pepp, símtöl, samtöl og skilaboð undafarna daga. Þið vitið hverjir þið eruð! Áfram gakk.“
Eins og fram kom í frétt VF um helgina býður Guðbrandur Einarsson, þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi áfram krafta sína.