Fréttir

Tekinn með 2 kíló af kókaíni í Leifsstöð
Laugardagur 2. júní 2007 kl. 10:58

Tekinn með 2 kíló af kókaíni í Leifsstöð

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Leifsstöð á fimmtudag með 2 kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann var í framhaldinu úrkurðaður í 3ja vikna gæsluvarðhald.

Þetta er mesta magn sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur fundið á árinu, en samkvæmt úttekt á Vísi.is hafa um 80% af öllu kókaíni sem hafa fundist á leið til landsins verið tekin þar. Talið er að götuvirði tveggja kílóa af kókaíni geti numið tugum milljóna króna, eftir því hversu hreint efnið er.

Þar segir einnig að viðkomandi sé enginn annar en Karl Bjarni Guðmundsson sem er þekktur fyrir að hafa sigrað í fyrstu Idol-stjörnuleit, en hann var að koma frá Frankfurt þegar hann var tekinn við reglubundið eftirlit.

Ekki fengust upplýsingar um hvort fleiri einstaklingar tengdust málinu en aðeins einn hefur verið handtekinn.

 

Heimild: www.visir.is

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024