Samkaup
Samkaup

Fréttir

Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn 
kominn á fullt
Aðventugarðurinn í Reykjanesbæ gerði mikla lukku í fyrra og nú er stefnan að gera enn betur. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 30. október 2021 kl. 07:33

Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn 
kominn á fullt

Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn í Reykjanesbæ er kominn á fullt skrið. Garðurinn verður rekinn með svipuðu sniði og síðasta ár með fallegum ljósum, skemmtidagskrá og sölukofum. 

Aðventugarðurinn verður opnaður 4. desember og verður opinn allar helgar til jóla og á Þorláksmessu. Opnunardögum verður fjölgað um helming þar sem opið verður bæði laugardaga og sunnudaga. 

Opið verður fyrir umsóknir um sölukofa og viðburði, uppákomur og dagskrá frá 20. október til 14. nóvember á vef Reykjanesbæjar. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hvetur bæjarbúa til að taka virkan þátt í dagskrá Aðventugarðsins og hvetur jafnframt fyrirtæki og félagasamtök til að leggja garðinum lið með margvíslegu framlagi.

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 21. október síðastliðinn var heimilað að veita 9,6 milljónum króna í skautasvell í skrúðgarðinum. Svellið fékk flest atkvæði bæjarbúa inni á „Betri Reykjanesbær“ og var ákveðið að svellið yrði hluti af Aðventugarðinum í ár.