United Silicon veitt greiðslustöðvun
United Silicon var veitt greiðslustöðvun í dag af Héraðsdómi Reykjaness þar til 4. desember, eða í þrjá mánuði, er fram kemur í Morgunblaðinu.
Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður, er aðstoðarmaður skuldarans á greiðslustöðvunartíma, en hann segir að með greiðslustöðvuninni sé verið að reyna að koma rekstri verksmiðjunnar á rétt ról.