Fréttir

Uppfæra kort fyrir hættusvæði við Grindavík
Hagafell og Þorbjörn eru inni á mesta hættusvæðinu. Þarna er núna unnið að varnargörðum og samkvæmt hættumatinu þurfa starfsmenn þar núna að bera gasgrímur og gasmæla þegar þeir eru inni á svæðinu.
Mánudagur 20. nóvember 2023 kl. 18:13

Uppfæra kort fyrir hættusvæði við Grindavík

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskort fyrir svæðið í kringum Grindavík og Svartsengi. Út frá nýjum gervitunglamyndum af Svartsengi og kvikuganginum ásamt gögnum sem voru til umræðu í morgun með almannavörnum, sérfræðingum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands hefur hættusvæðið verið stækkað frá því áður.

Hættusvæðin eru þrjú eins og sjá má á kortinu. Almannavarnir og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa kortið til hliðsjónar í skipulagninu fyrir svæðið.

Á hættusvæði C, sem er litað fjólublátt á kortinu, er aukin hætta vegna eldgosavár eins og á hættusvæði B, þó auknar líkur á gosopnun, auknar líkur á hættulegri gasmengun. Gæta þarf að flóttaleiðum, bera gasmæla og gasgrímur ef farið er inn á svæðið.