Max 1
Max 1

Fréttir

Vegna úrræðaleysis neyðast sveitarfélög til að taka á sig þungar fjárhagslegar byrðar
Sjálfstæð búsetuúrræði í Suðurnesjabæ.
Föstudagur 11. október 2024 kl. 06:01

Vegna úrræðaleysis neyðast sveitarfélög til að taka á sig þungar fjárhagslegar byrðar

Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar á dögunum. Þar var tekið fyrir minnisblað um fund fulltrúa Suðurnesjabæjar með ráðherrum barnamála og fjármála, ásamt gögnum um málið.

Fyrir liggur erindi frá velferðarsviði með ósk um viðbótar fjárheimild vegna búsetuúrræða til áramóta að fjárhæð eitt hundrað milljónir króna. Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fram viðauka varðandi kostnað við búsetuúrræði tímabilið september og október 2024 að fjárhæð 48 milljónir króna til viðbótar við áður samþykktan viðauka með fjárheimild að fjárhæð 30 milljónir króna.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Bæjarráð fól á fundinum bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við ráðuneyti og aðra aðila máls hjá ríkinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þrýsta á að komið verði á þjónustuúrræðum fyrir viðkomandi börn.

Bæjarráð ítrekar að úrræðaleysi í málaflokknum sé að valda gríðarlegum útgjöldum hjá sveitarfélögum, sem neyðast til að kaupa kostnaðarsöm einkarekin búsetuúrræði. Vegna úrræðaleysis neyðast sveitarfélög þannig til að taka á sig þungar fjárhagslegar byrðar án þess að hafa rekstrarlegar forsendur til að standa undir þeim. Vegna þessa ástands fá viðkomandi einstaklingar ekki nauðsynleg og viðeigandi þjónustuúrræði, segir í afgreiðslu bæjarráðs.