Samkaup
Samkaup

Fréttir

Vogar í 4. sæti í vali á Sveitarfélagi ársins 2024
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 29. október 2024 kl. 16:19

Vogar í 4. sæti í vali á Sveitarfélagi ársins 2024

Sveitarfélagið Vogar urðu í 4. sæti í útnefningu á sveitarfélagi ársins. Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur fékk hæstu einkunn í vali á Sveitarfélagi ársins 2024 en sú útnefning var nú þriðja árið í röð. 

Fjögur sveitarfélög hlutu nafnbótina í ár og eru þessi: Skeiða- og Gnúpverjahreppur 4.448 stig, Sveitarfélagið Skagaströnd 4.397 stig, Bláskógabyggð 4.275 stig og Sveitarfélagið Vogar 4.142 stig.

Útnefningin er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks 10 bæjarstarfsmannafélaga hjá sveitarfélögum á þeirra félagssvæðum og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Þetta er þriðja árið í röð sem slík könnun er gerð og sem fyrr var þeim fjórum sveitarfélögum veitt viðurkenning sem skara fram úr. Svarendur í könnuninni hafa aldrei verið fleiri en nú eða ríflega 1900.