Max 1
Max 1

Íþróttir

Frábær árangur Íslands á EM í hópfimleikum
Evrópumeistarar kvenna í hópfimleikum, Laufey er önnur frá vinstri í fremri röð. Myndir: Agnes Suto (fimleikasamband.is)
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 24. október 2024 kl. 09:31

Frábær árangur Íslands á EM í hópfimleikum

Þrjár fimleikastjörnur frá Suðurnesjum í verðlaunasætum

Fimleikalandslið Íslands stóðu sig frábærlega á Evrópumótinu í hópfimleikum sem lauk í Baku í Azerbaísjan 19. október síðastliðinn. Þrír keppendur koma úr hópi Suðurnesjamanna; Laufey Ingadóttir keppti með kvennalandsliðinu, Helen María Margeirsdóttur með blönduðu landsliði unglinga og Margrét Júlía Jóhannsdóttir með stúlknalandsliði Íslands.
Helen María varð Evrópumeistari með blönduðu liði U18.

Laufey og félagar hennar í kvennalandsliðinu náðu þeim magnaða árangri að verða Evrópumeistarar og þar að auki náði Laufey þeim frábæra árangri að komast í úrvalslið mótsins fyrir æfingar sínar á trampólíni en þetta var fyrsta Evrópumót Laufeyjar í A-landsliðinu. Laufey var áður í fimleikadeild Keflavíkur en keppir nú og æfir með Stjörnunni í Garðabæ.

Margrét Júlía var í bronsliði stúlkna.

Unglingalandsliðin stóðu sig einnig frábærlega, Helen María og blandaða liðið gerðu sér lítið fyrir og urðu Evrópumeistarar og Margrét Júlía fékk brons með stúlknaliðinu. Þær Helen María og Margrét Júlía eru báðar sautján ára gamlar og hafa æft saman fimleika frá því að þær voru fimm ára í fimleikadeild Keflavíkur. Þær eru báðar þjálfarar í fimleikadeild Keflavíkur en undanfarin tvö ár hafa þær hins vegar æft með Gerplu í Kópavogi þar sem ekki er boðið upp á æfingar í hópfimleikum fyrir þeirra aldurs- og getustig í Keflavík.

Bílakjarninn
Bílakjarninn