Safnahelgi
Safnahelgi

Íþróttir

Guðmundur Leo öruggur á HM
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 24. október 2024 kl. 09:37

Guðmundur Leo öruggur á HM

Náði örugglega HM-lágmarkinu – Sundliðið frábært

Afar glæsilegur árangur náðist hjá sundfólki ÍRB á Cube-móti SH í sundi um helgina. Margar stórar bætingar og mörg flott sund hjá sundfólki ÍRB sem sló fjögur mótsmet á mótinu og er í fantaformi.

Hæst bar þó árangur Guðmundar Leo sem náði lágmörkum í 200 metra baksundi fyrir HM 25 í desember. Guðmundur Leo átti frábært sund, sigraði örugglega, náði HM-lágmarkinu, setti mótsmet og bætti sig verulega.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Þrír sundmenn ÍRB slógu fjögur mótsmet; Fannar Snævar Hauksson í 100 metra fjórsundi, Eva Margrét Falsdóttir í 400 metra fjórsundi og Guðmundur Leo Rafnsson sem sló met í 100 metra og 200 metra baksundi.

Þau Eva Margrét og Fannar Snævar náðu lágmörkum á NM og syntu sig inn í A-landslið SSÍ ásamt Guðmundi Leo. Þá náði Denas Kazulis einnig lágmörkum fyrir unglingalandsliðið SSÍ.