Samkaup
Samkaup

Íþróttir

Njarðvík og Keflavík mætast í sextán liða úrslitum
Njarðvík og Keflavík mætast í sextán liða úrslitum kvenna. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 23. október 2024 kl. 13:52

Njarðvík og Keflavík mætast í sextán liða úrslitum

Dregið var í sextán liða úrslit VÍS-bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í dag. Það verður boðið upp á nágrannaslag þegar Njarðvík og Keflavík mætast í VÍS-bikar kvenna.

Grindavík tekur á móti Snæfelli í sextán liða úrslitum kvenna en hjá körlunum fá Njarðvíkingar Selfoss í heimsókn, Keflavík tekur á móti Tindastóli og Grindavík heldur á Hlíðarenda og mætir Valsmönnum. Sextán liða úrslit kvenna verða leikin dagana 7. og 8 desember (laugardagur/sunnudagur) en karlarnir eigast við 8. og 9. desember (sunnudagur/mánudagur).

Dregið verður í átta liða úrslit VÍS-bikarkeppninnar þann 12. desember en VÍS-bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 18.–23. mars nk. í Smáranum. Þar leika konurnar í undanúrslitum þann 18. mars, karlarnir 19. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 22. mars.

VÍS-bikar kvenna (7.–8. desember):

Hamar/Þór Þ. – KR
Grindavík – Snæfell
Aþena – Ármann
Valur – Haukar
Fjölnir – Stjarnan
Selfoss – Tindastóll
ÍR – Þór Ak.
Njarðvík - Keflavík

VÍS-bikar karla (8.–9. desember):

Þór Þ. – Stjarnan
Breiðablik – Haukar
Álftanes – Snæfell
Sindri – KV
Njarðvík – Selfoss
Keflavík – Tindastóll
Höttur – KR
Valur - Grindavík