Sveindís Jane meðal tíu efstu í kjöri á Íþróttamanni ársins
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir, atvinnu- og landliðskona í knattspyrnu er meðal tíu efstu í kjöri til Íþróttamanns ársins 2024. Greint verður frá vali hans 4. janúar 2025.
Sveindís Jane varð þýskur bikarmeistari með Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hún hefur verið einn besti leikmaður íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2025 en hún skoraði í þremur leikjum í röð undir lok árs; gegn Serbíu í úrslitum umspilsins, Þýskalandi heima og svo 1-0 sigurmarkið gegn Póllandi úti.
Topp 10 íþróttamenn Íslands í stafrófsröð
Albert Guðmundsson – fótbolti
Anton Sveinn McKee – sund
Ásta Kristinsdóttir – fimleikar
Eygló Fanndal Sturludóttir – ólympískar lyftingar
Glódís Perla Viggósdóttir – fótbolti
Orri Steinn Óskarsson – fótbolti
Ómar Ingi Magnússon – handbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir – sund
Sóley Margrét Jónsdóttir – kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir – fótbolti
Topp 3 lið í stafrófsröð
Ísland fótbolti kvenna
Ísland hópfimleikar kvenna
Valur handbolti karla
Topp 3 þjálfari
Arnar Gunnlaugsson
Óskar Bjarni Óskarsson
Þórir Hergeirsson