Samkaup
Samkaup

Íþróttir

Miklir yfirburðir Grindavíkur í Hveragerði
Merkur áfangi hjá Huldu Björk Ólafsdóttur en hún lék 100. leikinn fyrir Grindavík í gær. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 23. október 2024 kl. 09:55

Miklir yfirburðir Grindavíkur í Hveragerði

Grindvíkingar áttu ekki í nokkrum vandræðum með lið Hamars/Þórs í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik í gær og vann öruggan 46 stiga sigur.

Grindavík setti tóninn í fyrsta leikhluta og leiddi með fimmtán stigum að honum loknum (9:24). Getumunurinn á liðunum var mikill og bilið breikkaði eftir því sem leið á leikinn.

Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindvíkinga, hélt upp á stóran áfanga með góðum leik í sigrinum í gær en það var jafnframt hundraðasti leikur hennar fyrir UMFG. Hún var með sautján stig, fimm fráköst og var næstframlagshæst Grindvíkinga með sautján framlagspunkta.

Hamar/Þór - Grindavík 51:97

(9:24, 11:27, 14:26, 17:20)

Grindavík: Alexis Morris 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 17/5 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 14/11 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 10/14 fráköst, Katarzyna Anna Trzeciak 10/6 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 9/6 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 8, Sóllilja Bjarnadóttir 3, Birgit Ósk Snorradóttir 2/4 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/6 fráköst, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 1, Sædís Gunnarsdóttir 0.