Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Íþróttir

Íslandsmótið í fimleikum
Jóhanna Ýr Óladóttir úr Keflavík stóð sig vel á Íslandsmótinu.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 30. mars 2023 kl. 06:15

Íslandsmótið í fimleikum

Fimleikafólk af Suðurnesjum með mörg afrek

Íslandsmót Fimleikasambands Íslands var haldið í Egilshöll um nýliðna helgi og þar átti fimleikadeild Keflavíkur þrjá keppendur, einn í 1. þrepi og tvo í 2. þrepi.

Jóhanna Ýr Óladóttir varð Íslandsmeistari í stökki en hún hafnaði einnig í þriðja sæti á tvíslá, þriðja sæti á gólfi og í þriðja sæti í fjölþraut í 1. þrepi.

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25
Keflvíkingarnir Guðlaug Emma Erlingsdóttir og Auður Eyfjörð.

Guðlaug Emma Erlingsdóttir varð í þriðja sæti á gólfi og í áttunda sæti í fjölþraut í 2. þrepi og þá lenti Auður Eyfjörð í tíunda sæti í fjölþraut í 2. þrepi.

Indía Marý Bjarnadóttir keppir með Stjörnunni.

Indía Marý Bjarnadóttir varð Íslandsmeistari í 2. þrepi í áhaldafimleikum. Hún er í 6. bekk Heiðarskóla en æfir og keppir með Stjörnunni.

Snorri Rafn William Davíðsson úr Gerplu.

Snorri Rafn William Davíðsson keppti í áhaldafimleikum og varð Íslandsmeistari á bogahesti í 1. þrepi og í öðru sæti í samanlögðum árangri. Snorri Rafn keppir fyrir fimleikafélagið Gerplu og var nýverið valinn í úrvalshóp drengja fyrir árið 2023. Hann á því möguleika að vera valinn í verkefni með landsliðinu sem fram fara síðar á árinu.