Suðurnesjasigrar í Bónusdeildinni í gær
Suðurnesjaliðin unnu sína leiki í Bónusdeild karla í körfuknattleik þegar þrettánda umferð deildarinnar hófst.
Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar með átta sigra en Grindavík og Keflavík fylgja þar á eftir með sjö sigra hvort lið.
Álftanes - Njarðvík 75:81
(20:17, 20:19, 16:20, 19:25)
Njarðvíkingar gerðu góða ferð á Álftanesið þar sem Khalil Shabazz kom sterkur inn eftir meiðsli og leiddi Njarðvíkinga til sigurs.
Shabazz var frábær í leiknum og skoraði 32 stig auk þess að taka sjö fráköst. Domynikas Milka var einnig sterkur og setti niður 23 stig. Þá reyndist Mario Matasovic Njarðvíkingum vel á lokametrunum en hann var tæpur fyrir leikinn.
Njarðvík: Khalil Shabazz 32/7 fráköst, Dominykas Milka 23/10 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 11, Mario Matasovic 9/8 fráköst, Evans Raven Ganapamo 4/8 fráköst, Isaiah Coddon 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Brynjar Kári Gunnarsson 0, Sigurður Magnússon 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Alexander Smári Hauksson 0.
Grindavík - Haukar 79:71
(25:18, 22:21, 20:18, 12:14)
Deandre Kane er kominn úr jólafríi og var með betri mönnum Grindvíkinga í gær. Kane og Daniel Mortensen lögðu einna mest á vogarskálarnar en Kane var stigahæstur og Mortensen með mesta framlagið.
Grindavík: Deandre Donte Kane 22/9 fráköst, Daniel Mortensen 15/8 fráköst/6 stoðsendingar/7 varin skot, Devon Tomas 14/6 fráköst, Jordan Aboudou 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Oddur Rúnar Kristjánsson 2/6 fráköst, Valur Orri Valsson 2, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.
Keflavík - Höttur 112:98
(23:29, 37:24, 33:23, 19:22)
Ty-Shon Alexander var frábær fyrir Keflavík í gær og hitnaði heldur betur í síðari hálfleik. Alexander setti niður sjö þrista og gaf tóninn þegar Keflvíkingar settu í fluggírinn í þriðja leikhluta.
Keflavík: Ty-Shon Alexander 35/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jarell Reischel 18/4 fráköst, Igor Maric 17/5 fráköst, Remu Emil Raitanen 14/8 fráköst, Jaka Brodnik 9/7 fráköst, Sigurður Pétursson 9/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8/4 fráköst, Frosti Sigurðsson 2, Finnbogi Páll Benónýsson 0, Ismael Herrero Gonzalez 0, Nikola Orelj 0, Einar Örvar Gíslason 0.