Íþróttir

Lélegur seinni hálfleikur gerði útslagið
39 stig frá Jasmine Dickey í gær dugði Keflvíkingum ekki í slæmu tapi í gær. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 9. janúar 2025 kl. 10:11

Lélegur seinni hálfleikur gerði útslagið

Íslandsmeistarar Keflavíkur töpuðu norðan heiða í gær þar sem liðið mætti Þór Akureyri í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik. Eftir jafnan fyrri háflleik leiddi Keflavík með tveimur stigum (49:51) en leikur liðsins hrundi í þriðja leikhluta sem Norðankonur unnu með sextán stiga mun (33:17). Keflavík náði sér ekki á strik að nýju og Þórsarar unnu að lokum 22 stiga sigur.

Haukar sitja sem fastast á toppi deildarinnar en með sigrinum í gær komst Þór í annað sætið með átján stig. Keflavík, Tindastóll og Njarðvík eru í þriðja til fimmta sæti með sextán stig eftir þrettán umferðir.

Þór Akureyri - Keflavík 109:87

(27:28, 22:23, 33:17, 27:19)

Keflavík: Jasmine Dickey 39/9 fráköst, Julia Bogumila Niemojewska 13/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 9, Anna Ingunn Svansdóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 4/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0.