Íþróttir

Anna Ingunn gerði út um Val í fjórða leikhluta
Anna Ingunn Svansdóttir var öflug gegn Val og með fimmtán stig í sigri Keflavíkur. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 6. janúar 2025 kl. 14:24

Anna Ingunn gerði út um Val í fjórða leikhluta

Njarðvík og Grindavík töpuðu.

Tólfta umferð Bónusdeildar kvenna í körfuknattleik fór fram um helgina. Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu sigur á Val í mjög kaflaskiptum leik á sunnudag á meðan Njarðvík og Grindavík töpuðu sínum leikjum á laugardag, Grindavík fyrir Þór Akureyri í Smáranum og Njarðvík fyrir Tindastóli fyrir norðan.

Anna Ingunn Svansdóttir gerði útslagið í leik Keflavíkur og Vals með sterkri  innkomu í lokin. Keflvíkingar höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrsta leikhluta en í öðrum og þriðja leikhluta skoruðu heimakonum einungis sextán stig. Með góðri hittni í fjórða leikhluta kveikti Anna Ingunn neista í Keflvíkingum sem unnu að lokum fimmtán stiga sigur.

Haukar eru í efsta sæti með tíu sigra en í öðru til fimmta sæti eru Keflavík, Þór Akureyri, Tindastóll og Njarðvík. Grindavík eru í botnsætinum með þrjá sigra eins og Aþena.

Keflavík - Valur 79:65

(32:17, 9:14, 7:18, 31:16)

Keflavík: Jasmine Dickey 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 9, Julia Bogumila Niemojewska 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/8 fráköst, Agnes María Svansdóttir 4, Hanna Gróa Halldórsdóttir 2, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.

Tindastóll - Njarðvík 76:69

(25:16, 15:19, 15:19, 21:15)

Njarðvík tapaði fyrir Tindastóli 76-69 fyrir norðan. Liðin skiptu leikhlutunum á milli sín, heimakonur unnu fyrsta og síðasta en Njarðvík annan og þriðja. Randi Brown fór mikinn fyrir Stólana og skoraði 29 stig en stigaskorið var mjög jafn hjá Njarðvík.

Ena Viso hér í leik gegn Keflavík í síðasta mánuði.

Njarðvík: Ena Viso 14, Brittany Dinkins 14/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sara Björk Logadóttir 14/4 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 10/18 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Krista Gló Magnúsdóttir 8, Hulda María Agnarsdóttir 4, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0.

Grindavík - Þór Ak. 64:84

(9:26, 12:19, 18:19, 25:20)

Grindavíkurkonur sitja sem fastast á botni deildarinnar og töpuðu með tuttugu stigum fyrir Þór á Akureyri.

Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 22/10 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 16/4 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 9/11 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 8, Sóllilja Bjarnadóttir 6, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 3/6 fráköst, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0/4 fráköst.

Ólöf Rún var atkvæðamikil hjá Grindavík.