Anna Ingunn gerði út um Val í fjórða leikhluta
Njarðvík og Grindavík töpuðu.
Tólfta umferð Bónusdeildar kvenna í körfuknattleik fór fram um helgina. Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu sigur á Val í mjög kaflaskiptum leik á sunnudag á meðan Njarðvík og Grindavík töpuðu sínum leikjum á laugardag, Grindavík fyrir Þór Akureyri í Smáranum og Njarðvík fyrir Tindastóli fyrir norðan.
Anna Ingunn Svansdóttir gerði útslagið í leik Keflavíkur og Vals með sterkri innkomu í lokin. Keflvíkingar höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrsta leikhluta en í öðrum og þriðja leikhluta skoruðu heimakonum einungis sextán stig. Með góðri hittni í fjórða leikhluta kveikti Anna Ingunn neista í Keflvíkingum sem unnu að lokum fimmtán stiga sigur.
Haukar eru í efsta sæti með tíu sigra en í öðru til fimmta sæti eru Keflavík, Þór Akureyri, Tindastóll og Njarðvík. Grindavík eru í botnsætinum með þrjá sigra eins og Aþena.
Keflavík - Valur 79:65
(32:17, 9:14, 7:18, 31:16)
Keflavík: Jasmine Dickey 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 9, Julia Bogumila Niemojewska 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/8 fráköst, Agnes María Svansdóttir 4, Hanna Gróa Halldórsdóttir 2, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.
Tindastóll - Njarðvík 76:69
(25:16, 15:19, 15:19, 21:15)
Njarðvík tapaði fyrir Tindastóli 76-69 fyrir norðan. Liðin skiptu leikhlutunum á milli sín, heimakonur unnu fyrsta og síðasta en Njarðvík annan og þriðja. Randi Brown fór mikinn fyrir Stólana og skoraði 29 stig en stigaskorið var mjög jafn hjá Njarðvík.
Njarðvík: Ena Viso 14, Brittany Dinkins 14/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sara Björk Logadóttir 14/4 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 10/18 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Krista Gló Magnúsdóttir 8, Hulda María Agnarsdóttir 4, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0.
Grindavík - Þór Ak. 64:84
(9:26, 12:19, 18:19, 25:20)
Grindavíkurkonur sitja sem fastast á botni deildarinnar og töpuðu með tuttugu stigum fyrir Þór á Akureyri.
Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 22/10 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 16/4 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 9/11 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 8, Sóllilja Bjarnadóttir 6, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 3/6 fráköst, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0/4 fráköst.