Keflavík vann en Njarðvík og Grindavík töpuðu
Keflavík og Njarðvík eru í 2.-5. sæti Bónus deildar kvenna í körfubolta eftir umferð helgarinnar. Keflavík vann Val en Njarðvík og Grindavík töpuðu bæði.
Keflavík vann Val í mjög sveiflukenndum leik en Íslandsmeistararnir skoruðu 63 stig af 79 í fyrsta og síðasta leikhluta en unnu að lokum 79-65. Keflavík náði fimmtán stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Valur leiddi með einu stigi fyrir lokaleikhlutann sem fór 31-16 fyrir Keflavík.
Keflavík-Valur 79-65 (32-17, 9-14, 7-18, 31-16)
Keflavík: Jasmine Dickey 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 9, Julia Bogumila Niemojewska 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/8 fráköst, Agnes María Svansdóttir 4, Hanna Gróa Halldórsdóttir 2, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.
Valur: Alyssa Marie Cerino 15/7 fráköst, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 12/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Sara Líf Boama 5/8 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Berta María Þorkelsdóttir 0, Fatima Rós Joof 0, Sigrún María Birgisdóttir 0, Ingunn Erla Bjarnadóttir 0, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 0.
Njarðvík tapaði fyrir Tindastóli 76-69 fyrir norðan. Liðin skiptu leikhlutunum á milli sín, heimakonur unnu fyrsta og síðasta en Njarðvík annan og þriðja. Randi Brown fór mikinn fyrir Stólana og skoraði 29 stig en stigaskorið var mjög jafn hjá Njarðvík.
Tindastóll-Njarðvík 76-69 (25-16, 15-19, 15-19, 21-15)
Tindastóll: Randi Keonsha Brown 29/5 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 16/10 fráköst, Ilze Jakobsone 11/4 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 9/8 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 5, Inga Sólveig Sigurðardóttir 3, Brynja Líf Júlíusdóttir 3/4 fráköst, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Emma Katrín Helgadóttir 0, Helena Rós Ellertsdóttir 0.
Njarðvík: Ena Viso 14, Brittany Dinkins 14/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sara Björk Logadóttir 14/4 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 10/18 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Krista Gló Magnúsdóttir 8, Hulda María Agnarsdóttir 4, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0.
Grindavíkurkonur sitja sem fastast á botni deildarinnar og töpuðu með tuttugu stigum fyrir Þór á Akureyri.
Grindavík-Þór Ak. 64-84 (9-26, 12-19, 18-19, 25-20)
Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 22/10 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 16/4 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 9/11 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 8, Sóllilja Bjarnadóttir 6, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 3/6 fráköst, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0/4 fráköst.
Þór Ak.: Esther Marjolein Fokke 27/6 fráköst, Amandine Justine Toi 22/6 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 14/6 fráköst, Natalia Lalic 8/6 fráköst, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 7, Madison Anne Sutton 4/26 fráköst, Katrín Eva Óladóttir 2.