Kæst stemmning á Réttinum
Það er órjúfanleg hefð hjá mörgum að fá sér skötu á Þorláksmessu. Magnús Þórisson, veitingamaður á Réttinum, hefur boðið upp á skötu á þessum degi mörg undanfarin ár og þar komast færri að en vilja. Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu á nýliðinni Þorláksmessu þar sem fólk kom saman á Réttinum í vægast sagt kæstri stemmningu. Fleiri myndir fylgja þessari frétt á vf.is.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson