Ungmenni vikunnar: Langar að spila körfubolta í Bandaríkjunum
UNGMENNI VIKUNNAR
Nafn: Hrafnkell Blær Sölvason
Aldur: 14 á 15. ári
Bekkur og skóli: Holtaskóli 9. bekkur
Áhugamál: Körfubolti og styrktarþjálfun
Hvert er skemmtilegasta fagið? Stærðfræði er lang skemmtilegast
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ábyggilega Davíð Breki því við erum svo góðir félagar í körfunni og munum komast langt saman.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Sko það er ekkert eitthvað sérstakt sem ég man eftir.
Hver er fyndnastur í skólanum? Pétur Nói, hann fattar húmorinn minn svo vel og við erum nánast með alveg eins húmor svo mér finnst hann vera lang fyndnastur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Fair Trade -Drake eða Wake Me Up - The Weeknd
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Heimagerður Butter Chicken með Naan-brauði sem mamma gerir.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Hustle eða Sandy Wexler.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Ég myndi örugglega taka með mér neyðarsendi (svo ég geti fengið hjálp), eimingartæki (svo ég fengi hreint vatn) og eina hænu (svo ég geti fengið egg).
Hver er þinn helsti kostur? Mér finnst ég vera mjög umhyggjusamur.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi örugglega velja að geta flogið. (Það myndi hjálpa mikið í körfuboltanum).
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að vera umhyggjusamur eða skemmtilegur.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara út til Bandaríkjanna að spila körfubolta .
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Já, ég æfi körfubolta á fullu og ætla að komast í NBA, svo er ég líka oft að leika mér að gera tónlist.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Guðsmaður eða afreksmaður.