Óbyggðanefnd ásælist eyjar og sker utan við Sandgerði
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta gæta hagsmuna Suðurnesjabæjar og lýsa kröfum til Óbyggðanefndar varðandi eyjar og sker utan við Sandgerði og Sandgerðishöfn.
Tilkynning frá Óbyggðanefnd varðandi eyjar og sker úti fyrir strönd Suðurnesjabæjar var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs um miðjan janúar og á fundi framkvæmda- og skipulagsráðs 22. janúar. Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að gerðar verði athugasemdir um kröfur Óbyggðanefndar varðandi eyjar og sker utan við Sandgerði og Sandgerðishöfn. Þá var á fundi bæjarráðs lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra með tillögu um afstöðu bæjarráðs til málsins.