Gefa sér lengri tíma til að meta öll gögn í deiliskipulagi Gauksstaða
Fjölmargar athugasemdir og umsagnir bárust um tillögu að deiliskipulagi fyrir Gauksstaði í Garði en athugasemdafresti vegna deiliskipulagstillögunnar lauk 31. desember 2024. Alls barst 41 athugasemd og umsagnir við tillöguna auk þess sem undirskriftalisti fylgdi einni athugasemdinni frá fjölda íbúa.
Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar segir að yfirferð og mat gagna vera umfangsmikla og mun ráðið og skipulags- og umhverfissvið gefa sér lengri tíma til að meta öll gögn málsins. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.