Stærsta þorrablót í sögu Njarðvíkur - hér eru myndirnar!
Þorrablót Ungmennafélagsins Njarðvíkur fór fram laugardaginn 1.febrúar sl. og nú var það haldið í Icemar-höllinni við Stapaskóla.
„Ótrúlega vel heppnað þorrablót og stemmningin í hámarki enda um stærsta þorrablót í sögu félagsins að ræða.
Venju samkvæmt var tekið á móti gestum með hárkarli og brennivíni og gestir leiddir inn í glæsilegan hátíðarsal,“ segir á vef Ungmennafélagsins Njarðvíkur.
Dagskráin var hefðbundin, matur, söngur og gleði, annáll, skemmtiatriði og svo ball.
Myndir af gestum þorrablótsins eru í myndasafni hér að neðan.
Hér má svo lesa meira um blótið.