Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Mannlíf

Góðar sögur aftur í loftið
Eyþór Sæmundsson og Dagný Maggýjar sjá um hlaðvarpið Reykjanes góðar sögur.
Sunnudagur 2. mars 2025 kl. 06:39

Góðar sögur aftur í loftið

Hlaðvarpið Reykjanes góðar sögur heldur áfram göngu sinni og hafa nýir viðmælendur bæst í hópinn sem hafa góða sögu að segja. Sögurnar tengjast allar Reykjanesi á einn eða annan hátt og eru viðmælendur af öllum sviðum samfélagsins – og sögurnar því margbreytilegar.

Umsjónarmenn eru Dagný Maggýjar og Eyþór Sæmundsson en verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja og er markmið þess að efla jákvæða ímynd svæðisins.

Að sögn Dagnýjar og Eyþórs er nóg til af góðum sögum og það sem betra sé, fólk sé að hlusta.

Við fórum af stað með hlaðvarpið 2021 og viðtökur voru strax góðar. Allir sem við leituðum til tóku jákvætt í viðtal og það kom skemmtilega á óvart hversu margir eru að hlusta en niðurhölin eru orðin 27 þúsund sem verður að teljast nokkuð gott. Við erum því afar sátt með viðtökurnar og hlustunin segir okkur að það sé eftirspurn eftir þessum sögum, og á meðan svo er höldum við áfram að segja sögur sem tengjast svæðinu.

Á vef Víkurfrétta má einnig nálgast viðtal sem þau áttu í hlaðvarpinu við Unu Steinsdóttur.