Nemendur í myndlist í FS fóru á sýninguna Úthaf í Listasafni Reykjanesbæjar
Nemendur í myndlist í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fóru á dögunum á sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar. Það voru nemendur í teikni-, fjarvíddar- og skúlptúráföngum sem skoðuðu sýninguna Úthaf með verkum eftir Ívar Valgarðsson.
Helga Arnbjörg Pálsdóttir hjá listasafninu sagði hópnum frá sýningunni og listamanninum. Nemendur vinna svo verk út frá sýningunni í tíma og geta verkin geta verið tví- eða þrívíð, eins og segir á Facebook-síðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja.