Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lilja Björk Íslandsmeistari á jafnvægisslá
Þriðjudagur 1. apríl 2014 kl. 10:00

Lilja Björk Íslandsmeistari á jafnvægisslá

Keflvíkingurinn Lilja Björk Ólafsdóttir varð um sl. helgi Íslandsmeistari á jafnvægisslá í unglingaflokki í frjálsum æfingum á áhöldum í fimleikum. Einnig hafnaði Lilja í öðru sæti í fjölþraut á mótinu sem fram fór í húsnæði Ármenninga í Laugardalnum. Lilja hafnaði í öðru sæti á tvíslá og því þriðja í gólfæfingum, en þær æfingar eru hluti af fjölþrautinni. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessari efnilegu fimleikakonu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024