Max 1
Max 1

Íþróttir

Njarðvík og Grindavík áfram í VÍS bikarnum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 21. október 2024 kl. 09:57

Njarðvík og Grindavík áfram í VÍS bikarnum

Njarðvíkingar unnu Ármann og Grindavík lagði KR-b í VÍS bikarkeppninni í körfuknattleik karla. Keflvíkingar mæta liði Hamars á útivelli í kvöld.

Njarðvík lék á útivelli gegn hinum fornfræga liði Ármanns og sigraði örugglega 84-116. Khalil Shabazz 2 og Mario Matasovic voru atkvæðamestir í liði UMFN.

Njarðvík: Khalil Shabazz 27, Mario Matasovic 24/10 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 14, Dominykas Milka 13/5 fráköst, Isaiah Coddon 12/4 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 8, Guðmundur Aron Jóhannesson 7/5 fráköst, Patrik Joe Brimingham 4, Snjólfur Marel Stefánsson 3/8 fráköst, Sigurbergur Ísaksson 2, Mikael Máni Möller 1, Alexander Smári Hauksson 1/5 fráköst.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Grindvíkingar voru heldur ekki í vandræðum með b-lið KR og lokatölur þar urðu 69-93. Björgvin Þór Ríkharðsson skoraði mest í jöfnu liði UMFG.

Grindavík: Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/12 fráköst, Jason Tyler Gigliotti 14/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 14, Deandre Donte Kane 12/5 stoðsendingar, Daniel Mortensen 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Devon Tomas 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Valur Orri Valsson 4, Kristófer Breki Gylfason 3, Jón Eyjólfur Stefánsson 2/4 fráköst, Alexander Veigar Þorvaldsson 2/6 fráköst, Sölvi Páll Guðmundsson 0.