Safnahelgi
Safnahelgi

Íþróttir

Njarðvíkingar sterkari á Egilsstöðum – Keflavík tapaði þriðja leiknum
Khalil Shabazz var frábær fyrir Njarðvík í gær, skoraði 34 stig og skilaði 38 framlagspunktum. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 25. október 2024 kl. 09:44

Njarðvíkingar sterkari á Egilsstöðum – Keflavík tapaði þriðja leiknum

Njarðvík vann góðan sigur á Hattarmönnum í gær á meðan Keflavík tapaði fyrir Völsurum í Bónusdeild karla í körfuknattleik. Njarðvíkingar hafa unnið þrjá síðustu leik eftir tap í fyrstu umferð en öfugt við þá unnu Keflvíkingar fyrsta leik en hafa tapað þremur síðustu.

Höttur - Njarðvík 76:91

(12:26, 26:21, 18:24, 20:20)
Veigar Páll Alexandersson fer vel af stað með Njarðvík og hefur bætt sig í hverjum leik.

Njarðvíkingar settu tóninn í fyrsta leikhluta og tóku góða forystu (12:26) sem heimamönnum tókst að saxa á í öðrum leikhluta en Njarðvík leiddi með níu stigum í hálfleik (38:47).

Seinni hálfleikur var tiltölulega þægilegur, Njarðvík jók muninn í fimmtán stig í þriðja leikhluta (56:71) og sá munur hélst til leiksloka.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Njarðvík: Khalil Shabazz 34/6 fráköst/8 stolnir, Veigar Páll Alexandersson 17/4 fráköst, Mario Matasovic 11/5 fráköst, Dominykas Milka 8/10 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 8, Brynjar Kári Gunnarsson 7, Isaiah Coddon 3/5 fráköst, Alexander Smári Hauksson 3, Guðmundur Aron Jóhannesson 0.


Wendell Green gat ekki klárað leikinn vegna meiðsla.

Valur - Keflavík 104:80

(25:21, 19:21, 27:25, 33:13)

Keflavík: Wendell Green 20/10 fráköst, Igor Maric 17, Jarell Reischel 11/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/4 fráköst, Jaka Brodnik 10/7 fráköst, Hilmar Pétursson 6, Marek Dolezaj 6/7 fráköst, Frosti Sigurðsson 0, Finnbogi Páll Benónýsson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Ismael Herrero Gonzalez 0, Sigurður Pétursson 0.