Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sveindís Jane á reynslu til Kristianstad
Mánudagur 3. október 2016 kl. 13:26

Sveindís Jane á reynslu til Kristianstad

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem slegið hefur rækilega í gegn með kvennaliði Keflavíkur í sumar, er á leið til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad.

Sveindís verður í viku tíma við æfingar hjá félaginu. Þjálfari Kristianstad er Íslendingurinn Elísabet Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir leikur með liðinu. Með Sveindísi í för verða þjálfarar hennar í meistaraflokki Keflavíkur, Gunnar Magnús Jónsson og Haukur Benediktsson. keflavik.is greinir frá.

Sveindís þykir gríðarlegt efni og var valin leikmaður ársins í meistaraflokki kvenna. Keflavíkurstúlkur enduðu í 3. sæti og voru aðeins einu marki frá því að komast upp í efstu deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024