HS Orka
HS Orka

Íþróttir

Thelma Dís sterk í naumum sigri á nýliðunum
Thelma Dís Ágústsdóttir var framlagshæst Keflvíkinga, með þrjátíu framlagspunkta, og setti niður fimm af átta þriggjastigaskotum sínum. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 21. nóvember 2024 kl. 10:02

Thelma Dís sterk í naumum sigri á nýliðunum

Keflavík hafði eins stigs sigur á Tindastóli eftir gríðarlega spennandi lokamínútur í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik í gær. Thelma Dís Ágústsdóttir og Jasmine Dickey með 24 stig hvor.

Keflvíkingar áttu erfitt uppdráttar framan af í leiknum, gekk illa að finna taktinn og köstuðu boltanum oftar frá sér en góðu hófi gegnir. Gestirnir notfærðu sér lakan leik heimakvenna og tóku tíu stiga forystu í fyrri hálfleik (39:49).

Keflvíkingar tóku við sér í þriðja leikhluta og jöfnuðu leikinn í 64:64 fyrir síðasta fjórðung.

Heimakonur reyndust sterkari í fjórða leikhluta en það var ýmist stutt á milli eða jafnt á milli liðanna.

Þegar tæpar þrjár mínútur lifðu leiks var Keflavík með sjö stiga forskot (84:77) en gestirnir gáfust ekki upp, minnkuðu muninn í eitt stig (86:85) og settu mikla pressu á Keflvíkinga.

Dickey gerði 24 stig eins og Thelma.

Keflavík - Tindastóll 90:89

(21:27, 18:22, 25:15, 26:25)

Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 24/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jasmine Dickey 24/15 fráköst, Katrina Eliza Trankale 16/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 13, Anna Lára Vignisdóttir 9/4 fráköst/6 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir á leik Keflavíkur og Tindastóls. Myndasafn er neðar á síðunni.

Keflavík - Tindastóll (90:89) | Bónusdeild kvenna 20. nóvember 2024