Palóma
Palóma

Íþróttir

Skyldusigur hjá Keflavík – Grindavík og Njarðvík töpuðu
Fyrirliðinn Halldór Garðar Hermannsson leiddi Keflavík til sigurs gegn uppeldisfélagi sínu. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 20. desember 2024 kl. 09:10

Skyldusigur hjá Keflavík – Grindavík og Njarðvík töpuðu

Keflavík vann öruggan sigur á Þór Þorlákshöfn í gær í Bónusdeild karla í körfuknattleik. Á sama tíma tapaði Grindavík fyrir KR eftir framlengdan leik og Njarðvík tapaði fyrir toppliði Stjörnunnar.

Suðurnesjaliðin sigla inn í jólafríið með sex sigra hvert og deila þriðja til sjöunda sæti með KR og Þór Þorlákshöfn.

Keflavík - Þór Þ. 105:86

(31:31, 30:19, 20:19, 24:17)
Finninn Remu Raitanen tók flestu fráköstin í gær.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 19, Ty-Shon Alexander 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jaka Brodnik 16/7 fráköst, Jarell Reischel 15/10 fráköst, Sigurður Pétursson 13/5 stoðsendingar, Igor Maric 13/4 fráköst, Remu Emil Raitanen 11/11 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 0, Nikola Orelj 0, Jakob Máni Magnússon 0, Frosti Sigurðsson 0, Einar Örvar Gíslason 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR - Grindavík 120:112

(21:22, 23:24, 24:19, 27:30, 25:17)
Devon Thomas var stigahæstur Grindvíkinga gegn KR.

Grindavík: Devon Tomas 31/5 fráköst/9 stoðsendingar, Daniel Mortensen 25/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 20/11 fráköst, Valur Orri Valsson 11/4 fráköst/9 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Jordan Aboudou 7/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 5, Nökkvi Már Nökkvason 2, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Einar Snær Björnsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0.


Njarðvík - Stjarnan 90:100

(23:22, 23:29, 24:26, 20:23)
Veigar Páll Alexandersson heldur áfram að gegna lykilhlutverki í leik Njarðvíkur.

Njarðvík: Veigar Páll Alexandersson 22/6 fráköst/6 stoðsendingar, Mario Matasovic 20/6 fráköst, Dominykas Milka 20/12 fráköst, Khalil Shabazz 17/9 fráköst/8 stoðsendingar, Isaiah Coddon 6, Evans Raven Ganapamo 3, Snjólfur Marel Stefánsson 2/4 fráköst, Sigurbergur Ísaksson 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Sigurður Magnússon 0, Brynjar Kári Gunnarsson 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0.