Judofélag Reykjanesbæjar fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Judofélag Reykjanesbæjar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á lokahófi félagsins í Bardagahöllinni að Smiðjuvöllum 5, þann 14. desember síðastliðinn. Það var Árni Björn Ólafsson, formaður félagsins, sem tók við viðurkenningunni úr höndum Jóns Reynis Reynissonar, sérfræðings á stjórnsýslusviði ÍSÍ..
„Viðurkenningin Fyrirmyndarfélag ÍSÍ bætir gæði í félagsstarfinu og handbókin er frábær leiðarvísir fyrir komandi stjórnir félagsins. Þegar félag uppfyllir kröfur um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ sýnir það metnað til að stuðla að góðu íþróttastarfi og starfsemi í samræmi við lög og reglur hverju sinni“, sagði Árni Björn Ólafsson formaður judofélagsins af þessu tilefni.
Á myndinni eru þeir Jón Reynir og Árni Björn ásamt ungum iðkendum félagsins með fána Fyirmyndarfélaga.