Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábært HM hjá Guðmundi Leo
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 18. desember 2024 kl. 10:16

Frábært HM hjá Guðmundi Leo

Guðmundur Leo Rafnsson, sundkappi úr ÍRB, lauk keppni á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug um helgina.

Guðmundur Leo átti frábært mót og bætti sig í öllum sínum keppnisgreinum; 100 metra og 200 metra baksundi, hann var í öllum fjórum boðssundsveitum Íslands sem settu þrjú Íslandsmet á mótinu; 4 x 50 metra skriðsundi blandað, 4 x 100 metra fjórsundi blandað og í 4 x100 metra fjórsundi karla.

Í 100 metra baksundinu bætti hann 25 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar allverulega, eða um rúmlega hálfa sekúndu. Einnig bætti hann sitt eigið unglingamet í 50 metra baksundi á fyrsta spretti í blönduðu 4 x 50 metra boðsundi. Sá tími fæst þó því miður ekki samþykktur þar sem um blönduð kyn var að ræða en öll einstaklingmet í blönduðum boðsundum fást ekki samþykkt til að gæta jafnræðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Myndir og frétt af Facebook-síðu sundráðs ÍRB