Kynningarfundur K-S-R
Kynningarfundur K-S-R

Mannlíf

Beint úr sjó opnar í Reykjanesbæ
Bjarni Geir, annar eiganda verslunarinnar, ásamt Arnari Ingólfssyni, matreiðslumanni hjá versluninni.
Þriðjudagur 23. júní 2015 kl. 07:00

Beint úr sjó opnar í Reykjanesbæ

Sérverslun með fiskrétti og sushi í góðu úrvali

Á dögunum opnuðu frændurnir Magnús Heimisson og Bjarni Geir Lúðvíksson sérverslunina ,,Beint úr sjó" í verslunarkjarnanum við Fitjar en eins og nafnið ber með sér er um að ræða verslun sem sérhæfir sig í fiski auk þess sem að tilbúnir fiskréttir og sushi er framreitt í miklu úrvali.

,,Við erum að bjóða uppá mesta úrval fiskrétta í Reykjanesbæ. Ferskur fiskur, fiskréttir eins og fiski-tortillur, fiskborgarar, plokkfiskur og svo erum við með sushi sem að Arnar Ingólfsson matreiðslumaður framreiðir af sinni alkunnu snilld. -sagði Bjarni Geir í samtali við blaðamann er hann heimsótti verslunina í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við reynum að vera með 8-12 rétti í borðinu hjá okkur sem að fólk getur tekið með sér heim og skellt í ofninn og svo beint á matarborðið. Svo erum við auðvitað með ferska fiskinn, lax, ýsa, þorskhnakkar og kræklingur svo eitthvað sé nefnt. Einnig getur fólk keypt hjá okkur frosinn humar, risarækjur og hörpudisk svo fátt eitt sé nefnt.

Einnig erum við að bjóða uppá veisluþjónustu þar sem að við gerum sushi bakka sem að Arnar Ingólfsson kokkur vinnur frá grunni en hann gerir svakalega gott sushi

Aðspurður um viðtökurnar sem að verslunin hefur fengið hafði Bjarni þetta að segja:

,,Þetta hefur farið mjög vel af stað og fólk virðist vera mjög ánægt með okkur. Það eru spennandi tímar framundan. Við erum með vefinn www.beintursjo.com þar sem að fólk getur lesið sér til um okkur, um fiskinn og séð matseðlana okkar.