Vel heppnuð Bókakonfekt í Bókasafni Reykjanesbæjar
Hið árlega Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar fór fram fimmtudagskvöldið 28. nóvember síðastliðinn. Það voru rithöfundarnir Bragi Páll Sigurðarson, Margrét S. Höskuldsdóttir og Geir H. Haarde sem komu í heimsókn, lásu úr nýútkomunum bókum sínum og svöruðu spurningum gesta.
Þá var einnig líf og fjör í bókasafninu laugardaginn 23. nóvember þegar barnakórinn Regnbogaraddir frá Keflavíkurkirkju sungu jólin inn í hjörtu gesta og rithöfundarnar Yrsa Þöll Gylfadóttir og Embla Bachmann kynntu nýjustu bækurnar sínar, Bekkurinn minn og Kærókeppnin. Þar á eftir var vel sótt jólaföndur í boði bókasafnsins á hinu sívinsæla Bókakonfekti barnanna.
Viðburðirnir eru hluti af „Kynning á bókmenntaarfinum“ sem er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Suðurnesjum, styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Báðir viðburðirnir heppnuðust einkar vel og þakkar Bókasafnið öllum sem lögðu leið sína í safnið fyrir komuna.