Mannlíf

Elín, Ebba og Björg með heppnina með sér
Ebba Jóhannsdóttir og Birna systir hennar voru ánægðar með vinninginn.
Mánudagur 11. desember 2017 kl. 11:16

Elín, Ebba og Björg með heppnina með sér

„Þetta var ánægjulegt. Ég hef ekki unnið svona stóran vinning áður,“ sagði Björg Sigurðardóttir, ljósmóðir en hún hafði heppnina með sér í Jólalukku Víkurfrétta og verslana þegar hún var að gera innkaup í Nettó.
Elín Gunnarsdóttir, kennari í Reykjanesbæ er einnig á leiðinni til útlanda með Icelandair en hún skóf ferðavinning í Jólalukkunni.

Þriðji heppni vinningshafinn var hún Ebba Ósk Jóhannsdóttir. Hún var í Nettó að kaupa jólagjöf þegar Icelandair gjafabréf kom á miðann hennar. „Þetta var geggjað. Það er gaman að fá svona flottan vinning,“ sagði Ebba Ósk glöð þegar hún kom á skrifstofu Víkurfrétta.

Fólk er hvatt til að fara með miða með engum vinningi í Nettó í Njarðvík eða við Iðavelli. Dregið verður úr miðum þriðjudaginn 12. des. Glæsilegir vinningar eru í boði, Icelandair ferðavinningar og vegleg gjafakort frá Nettó. Nöfn vinningshafa verða birt í næsta tölublaði 13.-14. des.

Björg er á leiðinni í háloftin.