Góðgerðarfest Blue veitti 25 milljóna kr. styrki
Sautján málefni fengu stuðning frá Góðgerðarfest Blue að þessu sinni en styrkjum var úthlutað við athöfn í starfsstöð Blue Car Rental við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðustu viku. Samtals var var úthlutað tuttugu og fimm milljónum króna.
Þetta er stærsta árið hingað til í söfnun fjármuna í styrktarsjóðinn. Frá því Góðgerðarfest Blue var fyrst haldið hafa safnast á milli 72 til 73 milljónir til góðra málefna í nærsamfélaginu á Suðurnesjum. Aðstandendur hátíðarinnar stefna hátt og hafa sett markið á að heildarupphæðin nái 100 milljónum króna á næsta ári.
Nánar er fjallað um Góðgerðarfest Blue á síðum 12-13 í blaðinu í dag. Þar eru viðtöl við nokkur sem tóku við styrkjum og sýndar myndir frá Góðgerðarfest hátíðinni. Einnig er fjallað um viðburðinn í Suðurnesjamagasíni í vikunni.