Halda heiðri Unu Guðmundsdóttur á lofti
Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst var stofnað 18. nóvember 2011. Aðalfundur félagsins var haldinn í Sjólyst síðasta sunnudag, þann 17. nóvember. Þar var stjórn félagsins endurkjörin. Fæðingardagur Unu Guðmundsdóttur er 18. nóvember en ár eru liðin 130 ár frá fæðingu hennar.
Una er mikils metin í Garði og reyndar um allt land og það er hlutverk hollvinafélagsins að halda minningu hennar á lofti. Það er m.a. gert með því að halda Unuhátíð árlega sem næst fæðingardegi hennar. Hátíðin var haldin í ár í sal tónlistarskólans í Garði. Þar var flutt tónlist og boðið upp á veitingar.
Hollvinafélagið sér einnig um Sjólyst, eða Unuhús eins og það er oftast kallað. Þar er opið hús allar helgar yfir sumarmánuðina, frá sumardeginum fyrsta og til loka september. Þar er boðið upp á kaffi og vöfflur ásamt því sem gestir fá fróðleik um Unu og hvaða sess hún á í huga íbúa í Garði. Efsta myndin er frá aðalfundi hollvinafélagisns en hinar tvær voru teknar á tónleikum í tónlistarskólanum.