Miðvikudagur 8. janúar 2025 kl. 13:40
Jólin kvödd á þrettándagleði
Jólin voru kvödd með þrettándafagnaði í Reykjanesbæ á mánudagskvöld. Bæjarbúar fjölmenntu á viðburðinn og skemmtu sér konunglega með púkum, tröllum og álfum þrátt fyrir ískulda. Aflýsa þurfti þrettándabrennu sem tendra átti á tímamótunum vegna þess að vindur var óhagstæður. Það kom ekki að sök þar sem glæsileg flugeldasýning Björgunarveitarinnar Suðurnes af Berginu gladdi gesti.
Þrettándinn í Reykjanesbæ 2025