Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt 2019: Súpuboðið ómissandi hefð
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
fimmtudaginn 5. september 2019 kl. 16:38

Ljósanótt 2019: Súpuboðið ómissandi hefð

Júlía Scheving Steindórsdóttir er 22 ára Njarðvíkingur. Hún er í tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands, starfar í Njarðvíkurskóla og er fyrirliði meistaraflokks í körfunni í Njarðvík. Hún segir Ljósanótt mjög skemmtilega hátíð. „Hún myndar svo góða og hlýja stemningu í bænum.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Í ár hafði hugsað mér að fara í árgangagönguna, sjá kvöldskemmtunina, flugeldasýninguna og fara á Ljósanæturballið.“

Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt?

„Á mínu heimili hefur verið hefð að bjóða fjölskyldu og vinum í súpu á laugardagskvöldinu áður en rölt er niður í bæ. Mér finnst það frekar ómissandi. Annars er líka setning Ljósanætur eitthvað sem mér finnst vera stór partur af hátíðinni.“

Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti?

„Síðustu ár hef ég farið á Með Blik í Auga tónleikana og mæli mikið með þeirri skemmtun. Annars bara að gefa sér góðan tíma niður í bæ og skoða allt það frábæra sem er í boði.“

Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín?

„Ég hugsa að eftirminnilegasta Ljósanóttin mín hafi verið þegar ég var yngri og við vinkonurnar fengum í fyrsta skipti að vera einar á röltinu og að leika okkur í tívolítækjunum og svona. Það var mikið sport.“