Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þórdís Birna í Söngvakeppninni
Þórdís Birna Borgarsdóttir stendur í ströngu þessa dagana við undirbúning fyrir undankeppni Eurovision.
Þriðjudagur 9. febrúar 2016 kl. 08:55

Þórdís Birna í Söngvakeppninni

Þórdís Birna Borgarsdóttir, söngkona og sálfræðinemi úr Reykjanesbæ, tekur þátt í seinni undankeppni Eurovision um næstu helgi. Þar mun hún syngja lagið Spring yfir heiminn. Keppnin leggst vel í Þórdísi sem hefur staðið í ströngu undanfarið við æfingar samhliða námi í sálfræði við Háskóla Íslands. „Það er mjög spennandi að fá að prófa þetta,“ segir hún og hvetur alla til að fylgjast með á laugardagskvöld og kjósa lagið áfram.

Lagið sem Þórdís syngur er eftir Júlí Heiðar, kærasta hennar. Íslenski textinn er eftir Júlí Heiðar og Guðmund Snorra Sigurðarson og texti lagsins á ensku eftir þann síðarnefnda. Guðmundur rappar einnig í laginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þórdís Birna hefur lært söng og gekk í Versló og söng mikið þar.

Tólf lög keppa um að komast áfram í úrslit og um næstu helgi komast þrjú lög af sex áfram. Í undankeppninni syngja allir flytjendur á íslensku en í úrslitakeppninni eru lögin sungin á því tungumáli sem þau yrðu flutt á í Eurovision keppninni í Svíþjóð í vor. Lagið sem Þórdís syngur heitir á ensku Ready to Break Free.

Í spilaranum fyrir neðan má hlýða á lagið í enskri útgáfu.

 

Hér má hlýða á lagið í íslenskri útgáfu: