Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nettó veitir milljónum til góðgerðarmála – óskað eftir tillögum frá viðskiptavinum 
Laugardagur 31. október 2020 kl. 13:54

Nettó veitir milljónum til góðgerðarmála – óskað eftir tillögum frá viðskiptavinum 

Nettó hefur hrint verkefninu Notum netið til góðra verka úr vör og óskar eftir tillögum frá viðskiptavinum um hvaða góðgerðarsamtök eigi að styðja við. Verkefnið felur í sér að 200 krónur af hverri sendingu úr netverslun Nettó munu renna til góðra málefna. Netverslun Nettó er langstærsta netverslun landsins með matvöru og gæti upphæðin því hlaupið á milljónum króna.  

 „Eftir að hafa velt fyrir okkur mörgum góðum og verðugum samtökum tókum við ákvörðun um að óska eftir hugmyndum frá viðskiptavinum okkar. Þannig getum við tekið þetta allt saman og séð hvar þörfin er mest eða hvaða málefni á best við samfélagsstefnu okkar. Okkar von er að sem flestar ábendingar berist því þetta er hvorki fyrsta né síðasta verkefnið af þessu tagi sem Nettó ræðst í,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, í tilkynningu frá fyrirtækinu.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nettó hefur undanfarin ár verður fastur styrktaraðili Rauða Krossins, Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar.  

 „Sala í netverslun Nettó hefur margfaldast síðan að kórónuveirufaraldurinn fór af stað og þetta er því tækifæri fyrir okkur að gefa til baka. Því varð slagorðið Notum netið til góðra verka fyrir valinuHægt er að panta úr netverslun Nettó á öllum svæðum sem við starfrækjum verslanir og því getur meirihluti þjóðarinnar látið gott af sér leið,“ segir Gunnar.  

Verkefnið stendur út nóvember og geta viðskiptavinir valið úr málefnum eða góðgerðarsamtök á heimasíðu Nettó.  

Nettó rekur 17 verslanir um land allt og er hægt að panta matvöru af netinu í 14 þeirra. Nettó var fyrsta lágvöruverslunin til að opna netverslun fyrir matvörur á Íslandi í september 2017 og er sama verð netversluninni og í verslunum Nettó.