Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Brutu jafnréttisreglur og úthýstu framsókn
    Árni Sigfússon, t.v., á síðasta bæjarstjórnarfundi í stól bæjarstjóra.
  • Brutu jafnréttisreglur og úthýstu framsókn
    Árni Sigfússon.
Mánudagur 7. júlí 2014 kl. 10:01

Brutu jafnréttisreglur og úthýstu framsókn

Árni Sigfússon, fyrrum bæjarstjóri, skrifar.

Flestum er kunnugt um að myndaður hefur verið nýr meirihluti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar úr þremur framboðum. Í aðdraganda kosninga lögðu framboð þessi áherslu á meira gagnsæi í stjórnsýslunni og sérstaklega lýðræðislegri vinnubrögð. Nýir frambjóðendur töluðu fyrir auknu jafnrétti.

Nú eru fyrstu fundir bæjarráðs og bæjarstjórnar afstaðnir. Eftir standa ákvarðanir nýja meirihlutans.
Hinn nýi meirihluti braut jafnréttisreglur með því að virða kynjakvóta að vettugi í skipan í nefndir. Hér er á ferðinni mikið baráttumál jafnréttissinna sem náði loks takmarki með breytingum á sveitarstjórnarlögum 2011. Þar var framboðum  gert að tryggja að þar sem tveir fulltrúar skyldu skipaðir í fagnefnd skyldu þeir vera að báðum kynjum og alltaf bæði kyn ef þrír væru skipaðir. Þessa nýju reglu braut hinn nýi meirihluti, m.a. í fræðsluráði.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sama fundi var svo tillögu bæjarfulltrúa Framsóknar um að fá að tilnefna fulltrúa sinn sem áheyrnarfulltrúa í nefndir bæjarins vísað til bæjarráðs. Eðlileg ósk framboðs sem ekki náði tilskildum fjölda til að eiga fastan, launaðan fulltrúa. Við sjálfstæðismenn vorum hlynntir því að Framsókn gæti þannig fylgst með umræðu og haft áhrif á hana, þótt ekki kæmi til sérstök greiðsla til fulltrúanna og lögðum það því til í bæjarráði.

Nýi meirihlutinn hafnaði þessari sjálfsögðu tillögu. Framsókn fær sem sagt hvergi að koma að manni í nefnd til að fylgjast með umræðu eða hafa áhrif á hana, þótt það væri án atkvæðisréttar eða greiðslu.
Ekki vitum við hvað veldur þessum ákvörðunum hins nýja meirihluta. Hvoru tveggja er hægt að leiðrétta og við vitum að nefndaskipanin verður leiðrétt enda ólögleg skipan. Afstöðuna til að úthýsa Framsókn er einnig hægt að leiðrétta. Við hvetjum til að það verði gert. Það ágæta fólk sem situr nú í forsvari nýrra framboða hlýtur að vita og sjá að ákvörðun um að úthýsa Framsókn, þegar á sama tíma er boðað aukið lýðræði og aukið gagnsæi, er ekki farsæl byrjun.

Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi