Samkaup
Samkaup

Aðsent

Nýtt upphaf með Samfylkingunni
Föstudagur 29. nóvember 2024 kl. 12:06

Nýtt upphaf með Samfylkingunni

Ef íbúar einhvers landshluta þekkja úrræðaleysi hægri stjórnmálanna þá eru það við á Suðurnesjum. Sama hvort það er lögregla, heilbrigðisþjónusta, framhaldsskóli eða hjúkrunarheimili, alls staðar megum við sætta okkur við lægri ríkisframlög en önnur svæði. Alls staðar megum við sætta okkur við að opinber þjónusta ríkisins sé fjársvelt þannig að hún nær ekki að sinna að fullu þeirri þörf sem er til staðar. Við þann kokteil bætist síðan getuleysi í opinberum framkvæmdum, óstjórn í efnahagsmálum og úrræðaleysi í húsnæðismálum. Það er því ekki að undra að skilaboðin frá kjósendum verði skýr á laugardaginn, fólk er búið að fá nóg af nakta keisaranum og vill nýtt upphaf.

Dauðafæri til að gefa hægri öflunum frí

Alþingiskosningarnar í ár eru þær mikilvægustu í langan tíma því nú er dauðafæri til þess að gefa hægri öflunum á Íslandi frí. Fólk sem vill þær breytingar á þann eina valkost að kjósa Samfylkinguna. Hún hefur sett fram skýrt plan fyrir fjölskyldur og atvinnulíf og hefur það á kristaltæru að almannahagsmunir þurfi að koma framar sérhagsmunum. En til þess að Samfylkingin geti hafist handa við að laga Ísland þarf hún að fá skýrt umboð. Það þarf að þarf að vera öruggt að það verði Kristrún Frostadóttir sem leiði nýja ríkisstjórn eins og meirihluti íslenskrar þjóðar vill. Til þess að tryggja þá forystu og til að tryggja nýtt upphaf í íslensku samfélagi er eina leiðin að setja x við S í kosningunum 30. nóvember.

Ólafur Þór Ólafsson

skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi